Það er aftur komið að áramótum. Ég veit ekki hver stjórnar þessu með tímann en mér finnst hann fljúga allt of hratt! Í fyrra gerði ég einfalt dagatal fyrir árið 2016 sem ég er búin að nota allt árið og þar sem allir geta sótt pdf skránna og prentað út þá skilst mér að það hafi farið upp mjög víða, m.a. í A3 útgáfu! Ég var raunar spurð hvort ég myndi ekki uppfæra það fyrir árið 2017 og hér er það komið, hver mánuður fyrir sig sem passar á A4 blað (já eða stækkað í A3). Prentað í svörtu eingöngu. Auðvelt að setja athugasemdir fyrir hvern dag, eða skreyta af hjartans lyst. Helstu frídagar (og jólasveinar) merktir inn á. Svona klemmur fást víða í ritfangabúðum eða Tiger/Søstrene Grene. – Njóttu!

Sæktu PDF skrá – Dagatal 2017 hér!