Blek var stofnað árið 2010 af Dagnýju Reykjalín en hún hefur starfað við grafíska hönnun í meira en tvo áratugi. Lausnamiðuð hugsun ásamt metnaði í skapandi vinnslu og brjáluðum áhuga á myndrænni framsetningu, með dassi af þjónustulund og ást á verkefnunum, eru leiðarljós í öllu starfi hjá Blek.

Blek vinnur með félögum og fyrirtækjum úr öllum geirum atvinnulífsins um allt land við gerð markaðsefnis, auglýsinga, uppsetningu vefsvæða og umsjón samfélagsmiðla.

Við leggjum mikla áherslu á samræmt útlit vörumerkja í öllum miðlum og mikilvægi þess að félagið/fyrirtækið/varan hafi sömu rödd í öllum miðlum.

Mikil áhersla er lögð á sterkt tenglanet við aðra sérfræðinga; markaðsfræðinga, ljósmyndara, blaðamenn og þýðendur.

Hjá Blek er margra ára reynslu úr atvinnulífinu, m.a. yfir 20 ára reynsla af hönnun fyrir vefinn – sem skilar sér í skjótum og vönduðum vinnubrögðum sem og miklum metnaði til að ná árangri.

Blek vinnur með fyrirtækjum í öllum geirum atvinnulífsins og opinberum aðilum og félagasamtökum.