List

List með ýmsum miðlum

Það er nauðsynlegt að kúpla sig frá skjánum af og til og vinna í höndunum eitthvað alveg frjálst og óháð – og prófa sig áfram með ýmsa miðla. Hérna eru nokkur sýnishorn af því sem ég hef verið að gera án þess að ákveðinn viðskiptavinur komi að. Það er ótrúlega gaman að fá útrás í ýmsum miðlum, þetta eru ýmist pennateikningar, vatnslitamyndir, dúkristur og þrykk, og jafnvel kökur!