Merki

Merki

Merki eða lógó er helsta einkenni fyrirtækisins/vörunnar og ein helsta leið til að höfða til viðskiptavina og festa sig í minni þeirra. Merki er ekki síður mikilvægt fyrir starfsmenn fyrirtækisins en það að hafa viðeigandi tákn, form og liti sem einkenni sín, sameinar starfsfólkið undir einn hatt og auðveldar vinnuna að sameiginlegu markmiði.

Það eru nokkur atriði sem er nauðsynlegt að hafa í huga þegar kemur að hönnun á góðu merki. Það þarf að vera einfalt en samt sem áður með karaktereinkenni sem endurspeglar starfsemi, gildi eða túlkun þess sem það stendur fyrir. Það þarf að vera skýrt og staðfast en jafnframt sveigjanlegt varðandi birtingarmyndir og mismunandi miðla.

Hjá Blek er yfir 20 ára atvinnureynsla í teikningu, skoðun, pælingum, aðdáun og afbökun, hugmyndavinnslu og táknfræðitúlkunum á lógóum og hér fyrir neðan er lítið sýnishorn af því sem við höfum komið nálægt. Ef þú vilt nýtt, endurnýja eða styrkja merkið þitt, hafðu þá samband.