Umbúðir

Umbúðir

Umbúðir hafa tvennan tilgang; að vernda vöruna og setja hana fram á aðlaðandi hátt. Verndunin felst í því að varan tapi ekki gæðum á leiðinni til neytandans. Við leitum óhikað til formhönnuða hjá prentsmiðjum ef þess þarf, þeir móta formið þannig að það henti best utan um vöruna. Notkun vörunnar mótar form hennar.

Upplýsingar þurfa líka að vera skýrar, bæði hvað varðar nauðsynlegar upplýsingar en ekki síður gegnsæjar upplýsingar til neytenda.

Síðast en ekki síst þurfa umbúðirnar að vera grípandi, vekja athygli í hillu og vera eftirminnilegar og auðþekkjanlegar.